Einar Ben - íslenskt Home | Contact Us | Search

Tours
Einar Ben
Custom Tours
Eyrarbakki
South Coast
Golden Circle
About Us
Photos
Olafía Jóhannsdóttir

For english version click here.

Verð

Stóri pakkinn. Verð kr: 20.000 á mann.

Í stóra pakkanum er allt innifalið; bílstjóri, langferðabíll, sögumenn, píanisti söngvari, kampavín, kaffi í Herdísarvík og kvöldverður á Eyrarbakka. Komið heim kl. 20.

 

Styttri ferð. Verð 12.000.- kr. á mann.

Styttri ferðin verður alveg eins og stóri pakkinn nema farið aftur til Reykjavíkur eftir viðkomu í Strandarkirkju. Komið heim kl. 17,

 

Nestisferð. Verð kr. 10.000.- kr. á mann.

Nestisferðin er eins og styttri ferðin nema þar kemur fólk með nesti í Herdísarvík en við bjóðum uppá kaffi og te. Komið heim kl. 17.

Um ferðina

Rúta mun bíða farþega fyrir utan HÖFÐA í Borgartúni kl. 10 fh.

Keyrt verður að Laugarnesi í Safn Sigurjóns Ólafssonar. Þar verður gestum boðið upp á kampavín á meðan Eyvindur Erlendsson og Guðrún Ásmundsdóttir segja frá velmegunar árum Einars og konu hans Valgerðar Zoega.

 Eftir það verður keyrt til Krýsuvíkur og komið við í Krýsuvíkurkirkju. Þar verður sagt frá ferð Sigurveigar Guðmundsdótttur og systur Einars Kristínar Benediktsdóttur. Þegar þær lögðu land undir fót til að heimsækja Hlín Johnson og Einar í Herdísarvík. Þar mun ljóðið Móðir Mín verða flutt..

Haldið verður áfram ferðinni til Herdísarvíkur og komið við í litla húsinu sem byggt var árið 1932 fyrir þau Hlín og Einar. Þar mun verða tekið á móti gestum og boðið upp á kaffi og snafs með heimabökuðu brauði, kæfu, pönnukökum, kleinum, og jólaköku allt í anda Hlínar sem bjó þar stórbúi með Einari síðustu átta ár æfi hans. Hún bjó þar síðan ein eftir dauða hans á þessum eyðilega stað í 18ár.

Eftir það verður keyrt til Strandakirkju. Þar verður Messan á Mosfelli eftir Einar flutt.

Síðan verður farið á Eyrarbakka og borðaður kvöldverður og þegar kemur að kaffinu eftir matinn ganga gestir yfir í annað hús þar á Bakkanum og heitir Húsið en það hús á sér langa og dýrmæta sögu enda byggt árið 1765. Þar mun Margrét Hallmundardóttir safnvörður taka á móti gestum í aldamótastemningu og bjóða upp á kaffi og “danske smaakager” í anda hússins. Og þar inni í hinni öldnu stásstofu verður flutt dagskrá um sögu hússins og hvernig Einar Benediktsson tengdist henni. Þar koma til liðs við sögumennina Guðrúnu og Eyvind, Guðríður Júlíusdóttir söngkona og Haukur Guðlaugsson píanóleikari  því ekki er hægt að segja sögu Hússins á Eyrarbakka nema flétta tónlist inn í frásagnir löngu liðinna atburða í þeim húsakynnum. Þar í stofu stendur enn svokallað taffelpíanó. Er sá dýrgripur smíðaður snemma á 19 öld og var gjöf frá Leofoli eiganda verslunarinnar á Bakkanum til frúarinnar í húsinu Sylviu Thorgrímssen en hún og dætur hennar léku svo undurvel á þetta hljóðfæri og tókst að gera þetta elsta timburhús á landinu að miðstöð tónlistar á Suðurlandi.

Síðan verður keyrt til Reykjavíkur og rennt inn á bílastæðið við Höfða kl. 20.   

Blaðaummæli um ferðina

MORGUNBLAÐIÐ 29 ÁGÚST 2002.

Skáldið hugumstóra Einar Benediktsson kom víða við um dagana. Kristín Heiða Kristinsdóttir slóst í för með Ferð og sögu um slóðir skáldsins, þar sem fullir prestar lifnuðu við úr fortíðinni ásamt öðrum óvæntum uppákomum.

Saga eldhugans Einars Benediktssonar verður ekki sögð í einni ferð en við höfum fengið ótal brot og myndir í formi sagna, leikrita og ljóða. Heyrðust falla þau orð af vörum eins úr hópnum “að maður yrði ekki samur eftir þessa upplifun” og það segir allt sem segja þarf um gæðin.

Eyvindur flytur ljóð Einars, Móðir Mín af slíkri snilld að hreyfir við þeim sem á hlíða.

Dagskráin heldur áfram og rís hæst þegar Guðrún flytur Hvarf séra Odds frá Miklabæ í þeirri sömu stofu og hún gerði fyrir hálfri öld. Örlagaþrungið ljóðið nær inn að hjartarótum í flutningi leikkonunnar og tár blikar á vanga.

 

 

Home | Tours | Einar Ben | Custom Tours | Eyrarbakki | South Coast | Golden Circle | About Us | Photos | Olafía Jóhannsdóttir

Questions or problems regarding this web site should be directed to [CompanyEmail].
Copyright © 2004 Storytrips. All rights reserved.
Last modified: 04/25/04.