|
For english version click here. VerðFerðin kostar fyrir manninn 5,500.- kr. Matur kostar::
Um ferðinaFarið á söguslóðir Ólafíu í Viðey, að Mosfelli og í Árbæ. Hópar hittast niður við Sundahöfn kl. 10 f.h. Þaðan verður farið á bát útí Viðey þar sem 3 sögumenn taka á móti fólkinu og leiða það til Viðeyjarstofu. En þar ólst Ólafía upp í skjóli þeirra viðeyjarhjóna Ólafs og Sigríðar Stephenssen. Verða þar leikin stutt atriði úr lífi hennar í Viðey og sagðar sögur. Einnig verður farið inn í kirkjuna í Viðey. Þar verður sagt frá trúkonunni Ólafíu sem vann stórvirki í krafti trúar meðal hinna aumustu í fátækrahverfi Oslo á árunum 1903 – 1920. Vegna þess starfs reistu Norðmenn henni minnisvarða sem stendur í miðri Oslo en þar gefur að líta brjóstmynd af Ólafíu í íslensku peysufötunum og undir brjóstmyndinni stendur: ÓLAFÍA JÓHANNSDÓTTIR. Fædd á Islandi 1863 d. 1924. "De ulykkeliges ven". Eftir stutta gönguferð um eyjuna, verður aftur farið inn í Viðeyjarstofu og þar borða gestir léttan hádegisverð og síðan verður aftur farið í land. Þegar komið er í land að Sundahöfn mun gestanna bíða rúta og munu sögumenn keyra með gestina upp að Mosfelli en þar fæddist söguhetja vor 22. október 1863 dóttir þáverandi prests á Mosfelli Jóhanns Knúts Benediktssonar og konu hans Ragnheiði Sveinsdóttur.
Eftir sögur og leik að Mosfelli verður farið aftur upp í rútuna og keyrt í Árbæjarsafn. En þar er til húsa gamla "Tobbukot" sem stóð fyrrum við Skólavörðustíg 11 í Reykjavík og var heimili Ólafíu og fóstru hennar Þorbjargar Sveinsdóttur ljósmóður. Eftir það verður keyrt niður á Sundahöfn og er gert ráð fyrir að ferð ljúki kl 16 e.h.
|
Questions or problems regarding this web site should
be directed to [CompanyEmail]. |